Kartöflur

Jarðeplin frá Mófellsstöðum eru sannarlega einstök og hafa hlotið viðurnefnið Sveitagull. Framtíðarsýn Jökuls og Guðnýjar er að rækta enn meira magn af hágæða kartöflunum sem þau selja beint til viðskiptavina og veitingastaða, og skapa sérstöðu með einungis gæðavörum í fremsta flokki. 

Kartöfluyrki sem við framleiðum geta verið fjölbreytt, líkt og rauðar íslenskar kartöflur, Gullauga, og fljótsprottnar (Premiere), ásamt litfagrar kartöflur fyrir veitingahús, eins og  Blálandsdrottningin, Möndlukartöflur, Rússneskar rauðar svo eitthvað sé nefnt.

Jökull og Guðný sjá fyrir sér þróun á fullvinnslu afurða, sem væru tilbúnar beint í eldun s.s. súpur, safa, meðlæti í bitum, strimlum og sneiðum. Allar vörurnar eru lífrænar og fást beint frá býli.

Kartöflur - veldu magn (per kg)