Nautgriparækt
Fljótlega eftir að við hófum ævintýrið á Mófellsstöðum byrjuðum við að taka inn nautkálfa til ræktunar. Við ölum þá fyrst upp á mjólk og síðar grasi af landinu okkar í Skorradal. Gripirnir eru hafðir í lausagöngu á fallegu og gríðarstóru landssvæði í íslenskri náttúru.
Afurðin er hágæða íslenskt nautakjöt frá Mófellsstöðum, en nautgripirnir (12-14 mánaða) eru einungis fóðraðir á mjólk og grasi. Nautakjöt sem hefur verið alið á grasfóðri og haft í lausagöngu er bæði betra fyrir dýrin sem og náttúruna, og framleiðir gæða kjöt þökk sé náttúrulegu mataræði þeirra.