Sagan
Árið 2021 fóru Guðný og Jökull af stað með ævintýrið á Mófellsstöðum í Skorradal þar sem þau hófu búskap og héldu áfram starfsemi í kartöflurækt sem hefur nú þegar notið mikillar velgengni.
Vorið 2020 hófu Jökull og Guðný ræktun á kartöflum og sölu þeirra og byggir sú ræktun á áratuga löngu starfi foreldra Jökuls, Helga Sigurmonssonar og Þóru Kristínar Magnúsdóttur á Hraunsmúla í Staðarsveit, Snæfellsbæ, en þau hófu að rækta kartöflur og gulrófur og sölu þeirra um 1970 og hefur sú starfsemi verið stunduð á Hraunsmúla allar götur síðan og bættist gulrótaræktun við hin síðari ár.
Uppskera haustið 2020, á fyrsta ári Jökuls og Guðnýjar í kartöflurækt var um 15 föld, sem er í meðallagi gott. Hófu þau sölu í byrjun september 2020 og fór sala fram úr björtustu vonum.
Nú þegar hefur byggst upp öflugt net viðskiptatengsla um allt Vesturland, nánar tiltekið í Borgarfirði, Dölum, Hvalfjarðarsveit, Akranesi auk Höfuðborgarsvæðisins.