Skip to product information
1 of 1

MÓFELLSSTAÐIR

Draumur frá Mófellsstöðum

Regular price 1.000.000 kr
Regular price Sale price 1.000.000 kr
Sale Sold out

Mikill gæðingur hér á ferð ættaður frá Kolkuós í Skagafirði

 

Kolkuós er eitt þekktasta nafn í sögu hrossaræktar á Íslandi. Ein elsta frásögn um hross á Íslandi er í Landnámu, þar greinir frá því þegar skip sem hlaðið var kvikfé kom í Kolbeinsárós (þ.e. Kolkuós) Þórir dúfunef keypti þar unghross sem hann kallaði Flugu og þótti “allra hrossa skjótast”. Eignaðist sú hryssa síðan hestfolald sem hét Eiðfaxi og varð víðfrægur.

Hrossarækt  á Kolkuósi á upphaf sitt á fyrstu árum 20. aldar í ræktun Hartmanns Ásgrímssonar bónda og kaupmanns sem bjó í Kolkuósi frá 1900 til 1948. Strax í upphafi varð hrossastofninn í Kolkuósi landsþekktur fyrir mikla kosti og nokkur af farsælustu kynbótahrossum landsins á fyrri hluta 20. aldar voru þaðan. Má þar sérstaklega minnast á Hörð 112, sem var sá stóðhestur sem mest mótaði Kolkuósstofninn á þeim tíma. Undir handleiðslu Sigurmons, sonar Hartmanns, hélt ræktunin áfram og með enn meira umfangi en fyrr.

Lengst náði hann í ræktuninni með stóðhestinum Herði 591 sem var á árunum milli 1960 til 1980 einhver þekktasti og um leið umdeildasti stóðhestur landsins.

Þegar Sigurmon brá búi árið 1984 tvístraðist hrossastofninn um allt land og síðan hefur ekki verið  skipulögð hrossarækt í Kolkuósi. Óhætt er  að segja að í Kolkuósi hafi verið ein merkilegasta og um leið best heppnaða stofnræktun á síðustu öld og áhrifa hennar gætir mjög víða, hérlendis sem og erlendis.